Endurskin

 

 Nú í skammdeginu er þó nokkuð um

að við hestamenn séum í

útreiðartúrum í ljósaskiptunum 

og/eða í myrkri og oft dökkklædd 

viljum við því minna á

notkun endurskins. 

Allir ættu að geta fundið búnað

sem honum hæfir því úrvalið

á markaðnum er nóg.

 

Sjáumst í myrkrinu – Verum vel upplýst

 

Velunnarar

Laugardagskaffi 2018

kaffiLaugardaginn 13 janúar verður fyrsta "laugardagskaffi,, vetrarins í félagsaðstöðunni í Hringsholti frá kl 9:30 - 11:00.
Þetta verður gert svipað og undanfarin ár, Þeir sem vilja skiptast á að sjá um framkvæmdina svo verður baukur á staðnum þar sem hver og einn getur greitt smá framlag til að kaffið standi undir kostnaði.
kveðja Lilja Björk.

Haustfundur - frestun

Ákveðið hefur verið að fresta Haustfundinum sem átti að vera fimmtudaginn 23.11. vegna slæmrar veðurspár alla vikuna.

Haustfundurinn verður mánudaginn 27.11.17.  kl: 20:30 í Hringsholti.

Dagskrá óbreitt frá fyrri auglýsingu.

f.h. stjórnar

Lilja Björk

 

Jólakveðja 2017

 

Uppskeruhátíð 2017

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings verður haldin að Höfninni  laugardaginn 4. nóvember húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00
Þar mun Hringur veita sínar árlegu viðurkenningar, borða og skemmta sér saman. Boðið verður uppá 3ja rétta matseðil í forrétt verður Humarsúpa, aðalréttur lambakjöt og meðlæti og sennilega eitthvað súkkulaðisætt í eftirrétt. Drykkjarföng má hver koma með fyrir sig en einnig verður hægt að kaupa eitthvað á staðnum.  Verð er stillt í hóf og niðurgreiðir Hringur kostnaðinn sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á árinu og er miðaverð krónur 3.000 á félagsmenn og 5.000 fyrir aðra gesti. Verðum svo með létta stemningu fram eftir kvöldi.
Við pöntunum taka Brynhildur Jónsdóttir í síma 616 8022  Bergþóra Sigtryggsdóttir í síma 895 7906 og skrá þarf fyrir kl 20:00 miðvikudaginn 1.11.2017.