Hlutverk nefnda

MÓTANEFND

Mótanefnd skal velja sér formann á fyrsta fundi hvert starfsár og gera mótaskrá. 
Hún skal vera með stjórn og mannvirkjanefnd í ákvarðanatöku um uppbyggingu og viðhaldi valla og umgjörð þeirra. Uppbyggingar- og viðhaldskostnaður, samþykktur af stjórn, skal greiddur úr félagssjóði.
Fjárhagslegt uppgjör skal fara fram strax að loknu    hverju móti og skila til gjaldkera félagsins. Stuðla skal að tekjuafgangi. Með uppgjöri skal fylgja skráning keppenda. 

                 Nefndin skal sjá um framkvæmd móta.
Nefndin skal hvetja félagsmenn til þátttöku á Íslandsmóti fyrir hönd HRINGS.

                 Halda ber og varðveita skrár yfir úrslit móta.

                 Fundargerð skal rituð á hverjum fundi.

FERÐA- og FRÆÐSLUNEFND

Nefndin skal sjá um öll ferðalög sem farin eru á hestum í   nafni félagsins td. 1.maí reiðtúr.
Nefndin skal halda fræðslufundi reglulega, helst tvo til  þrjá á hverju starfsári, um hin ýmsu málefni sem þykja gagnleg/athyglisverð á hverjum tíma.
Æskilegt er að nefndin standi fyrir námskeiðum/erindum og vinni þannig að framgangi hestamennsku.

                Fundargerð skal nefndin rita um hvern fund.

FJÁRÖFLUNARNEFND

Fjáröflunarnefnd skal velja sér formann á fyrsta fundi.
Nefndin skal sjá um kaffisölu 1.maí í samráði við Ferðanefnd og um     kaffisölu á stóðréttum í Tungurétt (skaffa kökur og brauð kvenfélagið hefur séð um söluna á staðnum á móti helmingaskiptum á innkomu).  Einnig sér nefndin um skipulag og sölu veitinga þegar mót eru haldinn í Hringsholti, þetta gerir hún í samráði við Mótanefnd. Tilgangurinn sé fjáröflun fyrir félagið.
Gera skal upp tekjur og gjöld að lokinni hverri uppákomu. Uppgjör ásamt peningum/skuldum skal afhent gjaldkera félagsins svo fljótt sem auðið er.

                 Fundargerð skal rituð á hverjum fundi.

HAGARÁÐ

Nefndin kýs sér formann, ritara og gjaldkera.
Í upphafi starfsárs geri nefndin rekstraráætlun og sendi   stjórn félagsins til    samþykktar.
Nefndin sér um útleigu hrossabeitar á hólfum sem félagið hefur yfir að ráða til félagsmanna.
Nefndin sér um viðhald og uppbyggingu girðinga og um dreifingu áburðar í félagshólfum.
Nefndin ákvarðar gjaldtöku fyrir beit annast innheimtu þess. Stefnt skal að því að ekki falli kostnaður á félagið.
Nefndin skal hafa skilað reikningshaldi til gjaldkera félagsins svo fljótt sem auðið er.

                 Fundargerð skal rituð á hverjum fundi.

ÆSKULÝÐSNEFND

Æskulýðsnefnd skal velja sér formann á fyrsta fundi
Nefndinni er ætlað það verkefni að hafa yfirumsjón með öllu barna-, unglinga- og ungmennastarfi. Æskilegt er að skipuleggja það tímanlega.

                 Af einstökum verkefnum skulu þessi talin:

A)     Sjá um fræðslu í hestamennsku, t.d. með námskeiðum, sem byggð eru upp í lengri tíma fyrir vana og byrjendur, og með fræðslufundum um ýmis málefni tengd hestinum.
B)     Fara í markvissa útreiðatúra og heimsækja önnur félög.
C)     Stuðla að því að taka þátt í sameiginlegum mótum og skemmtunum æskulýðsnefnda.
D)     Ferðalag, dagsferð eða með gistingu.
E)     Æskulýðsdagur í formi léttrar keppni.

                 Fundargerð skal rituð á hverjum fundi.

MANNVIRKJANEFND

REIÐVEGIR

Reiðveganefnd skal skipuð þremur til fjórum félagsmönnum.
Markmið nefndarinnar skal vera að sjá um að félagsmönnum verði séð fyrir reiðgötum á félagssvæðinu ásamt reiðvegatengingum við nærliggjandi hestamannafélög. Einnig að viðhaldi þeirra sé sinnt.
Nefndin skal fylgjast vel með mannvirkjagerð, þ.e. húsbyggingum og vegagerð, á félagssvæðinu og hafa í því efni gott samstarf við bæjaryfirvöld.
Nefndin skal sækja um reiðvegafé til viðeigandi aðila.
Nefndin skal gæta þess að reiðvegir verði ekki aflagðir án þess að aðrir, og þá ekki síðri, komi í staðinn.
Nefndin skal sjá um að gerð reiðvega sé í samræmi við reglur L.H.
Nefndin skal kosta kapps um að gömlum reiðleiðum í umdæmi Dalvíkurbyggðar sé við haldið.

                 Fundargerð skal rituð á hverjum fundi.

KEPPNISVÖLLUR

Nefndin skal sjá um að halda keppnisvelli í góðu ásigkomulagi og undirbúa hann fyrir mót.

HÚSNÆÐI (REIÐGERÐI OG FÉLAGSSALUR)

Nefndin hefur yfirumsjón með reiðhöll og sal félagsins.
Markmið nefndarinnar er að sjá um að viðhald og umgengi sé til fyrirmyndar.