Gæðingamót Hrings 2011

 Published on Friday, 17 June 2011 12:09

Úrslitum í B-flokki í Gæðingamóti Hrings var að ljúka. Nokkrar sviptingar urðu í úrslitunum og fór svo að lokum að Saumur frá Syðra-Fjalli og Stefán Friðgeirsson báru sigur úr bítum með einkunnina 8,49. Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. sæti Saumur frá Syðra-Fjalli og Stefán Friðgeirsson 8.49
2. sæti Ölun frá Grund og Anna Kristín Friðriksdóttir 8.42
3. sæti Heiða Hrings frá Dalvík og Snorri Guðlaugur Jóhannesson 8,25
4. sæti Svanur Baldur frá Litla-Hóli og Ragnar Stefánsson 8,24
5. sæti Emma frá Jarðbrú og Bergþóra Sigtryggsdóttir 8,16

 Úrslit í A-flokki

 

Keppni í A-flokki var að ljúka rétt í þessu.
1. Dagur frá Strandarhöfði og Stefán Friðgeirsson með einkunnina 8,40.
2. Þerna frá Miðsitju og Líney María Hjálmarsdóttir með einkunnina 8,27.
3. Vaka frá Helgafelli og Bergþóra Sigtryggsdóttir með einkunnina 7.79 
4. Stella frá Sólheimum og Sveinbjörn Hjörleifsson.

Anna Kristín vann unglingaflokkinn
Rétt í þessu voru Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund að tryggja sér sigur í unglingaflokki með einkunnina 8,43.
2. Eva Dögg Sigurðardóttir á Óðni frá Sigríðarstöðum með 7.70.

Úrslit í barnaflokki
Keppni var að ljúka í barnaflokki og urðu úrslitin eftirfarandi:
1. sæti Þorri Mar Þórisson og Ósk frá Hauganesi
2. sæti Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson og Dalvíkingur frá Dalvík
3. sæti Ólöf Antonsdóttir og Gildra frá Tóftum
í 4. sæti var svo Glæsisfélaginn Skarphéðinn Sigurðarson og Ofsi frá Engimýri.