Firmakeppni 2015

Published on Wednesday, 27 May 2015 20:08

FK2015kkÞá er mjög skemmtilegri Firmakeppni lokið og viljum við þakka öllum sem komu að kærlega fyrir. Keppendur stóðu sig vel sem og dómarar og þulur. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem styrktu okkur og gerðu okkur kleift að halda þessa Firmakeppni.

Sú rödd heyrðist að konurnar í úrslitum hafi verið sérstaklega vel ríðandi og settlegar og hafi riðið yfir karlpeninginn og teljum við svo rétt vera. Karlarnir verða bara að gyrða sig í brók og taka á því á næsta ári. Atriði mótsins áttu hins vegar þeir Bjarki Fannar og Villi Hagg þegar þeir áttu sýningu í forkeppninni og riðu á móti hvor öðrum. Svokölluð mótreið sem ekki hefur sést áður á keppnisvellinum hér og sjálfsagt þó víðar væri leitað.

Bráðskemmtilegu móti lokið og takk fyrir skemmtilegan dag.FK2015kvenna

FK2019karlarFK2015yngri