Stefnumótun Hmf. Hrings

Stefnumótun Hestamannafélagsins Hrings

Hlutverk:

Hlutverk Hestamannafélagsins Hrings er að veita öllum þeim sem áhuga hafa á

hestamennsku tækifæri og umgjörð til að stunda hana á sínum eigin forsendum. Að öðru

leiti er hlutverk félagsins nánar skilgreint í lögum og samþykktum félagsins.

Starfsemi félagsins má flokka upp í nokkra meginflokka sem nefndir falla síðan undir.

Hér fyrir neðan er gerð frekari grein fyrir þessu.

Meginflokkar starfsemi:

1. Stjórnun – undir þennan lið heyra aðalstjórn félagsins ásamt hinum ýmsu

fulltrúum sem kosnir eru til fara á þau þing sem félagið hefur þátttökurétt í.

2. Æskulýðsstarf – nefndin sem heyrir undir þetta er Æskulýðsnefnd.

3. Fræðslustarf – nefndir eru: Fræðslu- og ferðanefnd.

4. Félagsmál og hestamennska sem almenningsíþrótt - nefndir eru:

     Mótanefnd, Fjáröflunarnefnd, Hagaráð.

5.  Aðstaða og framkvæmdir – Nefndir eru: Mannvirkjanefnd sem skiptist svo í;

Reiðvegasvið, Keppnisvellir og Húsnæði félagsins