Stefna stjórnar

Stefna stjórnar:

Stefna aðalstjórnar Hmf. Hrings er að halda uppi öflugu félagsstarfi á sem flestum sviðum  þannig að hlúð sé að mismunandi þáttum hestamennskunnar og ólíkum þörfum hestamanna sinnt.  Félagið skal rekið án halla og vera ábyrgt í fjármálum. Stjórnin skal leitast við að tryggja gott samband og samskipti við sveitarstjórn og íbúa þess.

Markmið stjórnar:

1. Hestamannafélagið Hringur hefur mannrækt að leiðarljósi. Í því felst að ræktun og næring einstaklinga í andlegu, félagslegu og líkamlegu tilliti er sett í öndvegi. Í því felst m.a. að byggja upp góðan félagsanda sem nærir í andlegu, félagslegu og líkamlegu tilliti.

2. Hlutverk hestamannafélagsins Hrings er að veita þeim sem áhuga hafa á hestamennsku tækifæri og umgjörð til að stunda hana á sínum eigin forsendum. Þessu er meðal annars náð með almennum námskeiðum bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

3. Að halda uppi öflugu félagsstarfi á sem flestum sviðum þannig að hlúð sé að mismunandi þáttum hestamennskunnar og ólíkum þörfum hestamanna sinnt.  Félagið skal rekið án halla og ábyrgt í fjármálum og rekstri. Tryggja gott samband og samskipti við sveitarstjórn og íbúa  Dalvíkurbyggðar.

4. Sinna þörfum ólíkra einstaklinga í æskulýðsstarfi, þannig að öll börn og ungmenni fái notið sín í hestamennsku á þann hátt að þau fái aukið við þroska sinn og hafi ánægju af starfinu. Virðing við menn, skepnur og náttúru er sett í öndvegi og sú hugsun samtvinnuð öllu starfi æskulýðsnefnda. Æskulýðsnefnd starfi samkvæmt  stefnuyfirlýsingu ÍSÍ um barna- og unglingaíþróttir.

5. Samráð og samvinna við önnur íþróttafélög sveitarfélagsins, sem og önnur hestamannafélög á landsvísu.

6. Bæta starfið og laða þannig fleiri að því, bjóða upp á fjölbreyttari námskeið, sameiginlega útreiðatúra og fjölbreytt fræðslu og skemmtikvöld fyrir félagsmenn.

7. Leitast skal við að veita þeim fræðslu sem vilja ná árangri í hefðbundinni keppni í hestaíþróttum en einnig verður leitað leiða til að bjóða upp á óhefðbundin námskeið þar sem stefnt er að öðru en hefðbundinni keppni.

 

Samþykkt á stjórnarfundi 21 október 2019