Forvarnar- og fræðslustefna Hmf. Hrings

Forvarnar- og fræðslustefna Hmf. Hrings

 

Stefnuyfirlýsing:

Hmf.Hringur leggur áherslu á fræðslu í sínu starfi.  Það er trú félagsmanna að með aukinni þekkingu á forvarnar- og félagsmálum, mann- og heilsurækt verði samfélagið sem við búum í heilbrigðara og sterkara auk þess sem aukin fræðsla sé til þess fallin að auka fagmennsku. Þá skal huga að forvörnum gegn ofbeldi, neyslu vímuefna og öðrum ólöglegum getuaukandi efnum bæði manna og hesta.

Hlutverk:

 • Stuðla að heilbrigðum lífsstíl, almennri lýðheilsu og hreyfingu.
 • Vinna gegn hverskonar ofbeldi.
 • Vinna gegn fordómum.
 • Vinna að forvörnum varðandi neyslu vímuefna og ólöglegra getuaukandi efna.

Leiðir:

Fræðsla

 • Um skaðleg áhrif neyslu vímuefna, fíkniefna og ólöglegra getuaukandi efna.
 • Um umhirðu, fóðrun og þjálfun hesta.
 • Um skyndi- og fyrstuhjálp.
 • Halda á lofti umræðu um einelti og ofbeldi og fræða um áhrif og afleiðingar.

 

Dæmi um viðbragðs-/aðgerðaráætlun í eineltismálum:

 1. Leiti félagsmenn til stjórnar vegna samskiptavanda skal reyna að leysa hvert atvik strax eða eins fljótt og auðið er.  Mikilvægt er að grípa inn í strax og reyna að koma í veg fyrir að mál vindi upp á sig.
 2. Ef ekki er hægt að leysa málið strax er mikilvægt að kanna aðdraganda nánar.  Ræða við þá sem voru þátttakendur í deilum eða samskiptavanda.

Tilkynna málið til ábyrgðarmanns þegar við á, sem getur verið yfirþjálfari, eða forráðamaður. Einnig gæti komið til þess að boða aðstandendur allra iðkenda í hópnum á sameiginlegan fund.

 1. Sé málið stærra en svo að hægt verði að leysa farsællega samkvæmt liðum 1. og 2. Er hægt að leita til sérfræðings um eineltismál utan félagsins.

 

Nánari upplýsingar er að finna í bæklingi ÍSÍ um Aðgerðaráætlun gegn einelti og annari óæskilegri hegðun.

 

Samþykkt á stjórnarfundi 21 október 2019.