Íþróttamaður Hrings 2018

Published on Sunday, 28 October 2018 16:28

 

íþróttamaður 2018Hringsfélagi 2018
  Sú manneskja sem við völdum að heiðra hér í dag hefur unnið mikið og vel fyrir félagið í mörg ár og hefur starfað hér í nefndum og sat í stjórn um tíma. Hún hefur starfað í Æskulýðsnefndinni í mörg ár og verið formaður þeirrar nefndar undanfarið og er það ekki sýst hennar vinnu að þakka að Hringur fékk félagsmálabikar UMSE 2017 fyrir æskulýðsstarf og svo náttúrulega fyrir þann heiður sem félaginu hlaust er það fékk Æskulýðsbikar LH á þinginu sem var fyrir tveimur vikum.  Ég vil einnig þakka allri æskulýðsnefndinni og  reiðkennurunum okkar sem eru svo viljugir að prófa nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir og áhuga barnanna okkar. Dagbjört Ásgeirsdóttir er Hringfélagi ársins 2018.

Knapi ársins 2018  
Sá knapi sem við viljum veita viðurkenningu hér í kvöld er ungur að árum og byrjaði að sína reiðmensku á þessari öld og hefur verið þátttakandi í æskulýðsstarfinu okkar undanfarin ár. Hann er mjög duglegur, áhugasamur og er afburða prúður  reiðmaður og hefur verið duglegur að keppa þó hann hafi ekki endilega haft aðgang að mjög mörgum hestum til þess. Knapi ársins er Steinunn Birta Ólafsdóttir.

 

íþróttamaður 2018

 

Íþróttamaður Hrings 2018 
Þrír efstu í kjöri til íþróttamanns Hrings 2018 í stafrófsröð voru Anna Kristín Friðriksdóttir, Bjarki Fannar Stefánsson og Svavar Örn Hreiðarsson. En íþróttamaður Hrings 2018 með 334,83 stig er Svavar Örn Hreiðarsson og er þetta í þriðja skiptið sem hann hlítur þennan titil. Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið. Besti tími ársins hjá Svavari í 100 mtr Flugskeiði var á Bandvetti og tíminn var 7,64 og í 250 mtr skeiði 23,55 sec. Svo má geta þess að Svavar lét einnig sjá sig á hringvellinum í sumar og þá aðallega í A-flokki og var gaman að sjá hann reyna sig þar aftur.