Íþróttamaður Hrings 2011

Published on Sunday, 13 November 2011 

 anna2011Í dag fór fram haustfundur og verðlaunaafhending félagsins. Einnig voru skipaðar nefndir fyrir komandi starfsár. Þá verðlaunaði æskulýðsnefnd einnig börnin eftir kröftugt starf á árinu.
Íþróttamaður Hrings var kjörin Anna Kristín Friðriksdóttir en hún er vel að titlinum komin. Anna Kristín tók þátt í 33 mótum á árinu með frábærum árangri. Anna Kristín fékk einnig bikarinn á síðasta ári fyrir bestan keppnisárangur á því ári.
Knapi ársins var kjörinn Sveinbjörn Hjörleifsson, en Sveinbjörn hefur verið iðinn við að sinna yngstu kynslóðinni með reiðskólakennslu og annari þjálfun. Þá hefur Sveinbjörn einnig verið duglegur í kringum keppnisvöllinn hvort heldur sem þátttakandi, starfsmaður eða aðstoðarmaður annara knapa.

Dugnaðarbikar æskulýðsnefndar hlaut Amalía Nanna Júlíusdóttir, og Hvatningarverðlaun hlaut Þorri Mar Þórisson.