Örnámskeið í Hestanuddi 22 apríl 2021

Fyrirkomulag

Fyrri hluti dags – um kl. 11 - 13  í félagsaðstöðu Hrings    
Efni fyrirlestrar er m.a. :    
Helstu vöðvahópa hestsins,staðsetningu og hlutverk.
Helstu nuddgrip sem eru notuð - lýsing og notkun
Hvenær nuddmeðferð er viðeigandi og hvenær ekki á að nota nuddmeðferð.
Hvernig við getum notað nuddmeðferð til að bæði fyrirbyggja og meðhöndla.
Seinni hluti dags – um kl. 13:30 – 16/17  í reiðhöllinni í Hringsholti
Verkleg kennsla þar sem nemendur verða 2 með einn hest og æfa sig og fá leiðsögn.

Kennari verður Auður Sigurðardóttir og er hún menntuð frá Nordisk heste- og hundeterapiskolen í Noregi sem er einn af betri skólum  Noregs í sjúkraþjálfun og endurhæfingu fyrir hesta.

Skráning fer fram hjá Lilju Björk á netfangið vhagg@simnet.is eða gsm 848 4728, ath til að námskeið verði þurfum við að lágmarki 10 manns en hámark á námskeiðið er 20 manns.  Námskeiðsgjald er krónur 5.000,-  ef eftirspurn er meiri en pláss er fyrir þá verður þetta „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Fræðslu og ferðanefnd