Umhverfisstefna Hmf. Hrings

Umhverfisstefna Hmf. Hrings

Hmf. Hringur leitast við að hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.

 

Umhverfisstefna Hmf. Hrings felur í sér að:

Mót, ráðstefnur og fundir fari fram á eins umhverfisvænan hátt og kostur er.

Flokka allan úrgang eins vel og hægt er og auðvelda endurvinnslumöguleika úrgangs sem til fellur.

Hvetja félagsmenn til að samnýta bíla í ferðum og kjósa frekar umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta á borð við að hjóla eða ganga þegar slíkt er hægt.

Öllum sé tryggt jafnt aðgengi að íþróttasvæðum og íþróttamannvirkjum á starfssvæðinu. Gott aðgengi íbúa að útivistarsvæðum hvetur  til almennrar hreyfingar sem um leið er heilsueflandi.

Velja frekar umhverfisvænar rekstrarvörur þegar þær standa til boða og velja frekar endurvinnanlegan varning ef um einnota vörur er að ræða.

Samþ. á stjórnarfundi 21 október 2019