Published on Saturday, 22 November 2014 14:29
 Íþróttamaður Hrings 2014 er Anna Kristín Friðriksdóttir með 840,99 stig.
Íþróttamaður Hrings 2014 er Anna Kristín Friðriksdóttir með 840,99 stig.
Knapi ársins 2014 var valinn Anna Kristín Friðriksdóttir
Hringsfélagi ársins var valinn Steinar Steingrímsson
Hringsfélagi 2014
 Steinar Steingrímsson hefur setið í stjórn Hrings svo lengi sem menn muna (með smá hléum þó, en þá sat nú sennilega konan hans í stjórn) einnig þykir hann hafa staðið sig vel í gegnum árin í nefndarstörfum á vegum félagsins og er ávallt hægt að treysta á hann!
Knapi ársins 2014
 Anna Kristín Friðriksdóttir hefur verið dugleg og sýnt framfarir á keppnisvellunum, einnig hefur hún sýnt mikinn dugnað og aga við þjálfun sína. Hún er keppnismaður mikill og hefur náð góðum árangri á árinu.
Íþróttamaður Hrings 2014
 Anna Kristín Friðriksdóttir er kjörin íþróttamaður Hrings 2014. Anna Kristín hefur skarað fram úr á keppnisvellinum, árangur hennar er frábær hún hefur verið að ná góðum árangri á öllum mótum. Bak við slíkan árangur er mikil vinna sem krefst mikils aga og áhuga á íþróttinni. Henni hefur tekist að bæta sig jafnt og þétt og er eftirtektarvert að sjá árangur Önnu Kristínar og Glaðs en þau eru par sem komin eru í fremstu röð landsins. 
 
 
Árangur Önnu Kristínar á keppnisárinu er m.a.:
Íslandsmót 4-gangur      3.sæti    (eftir að hafa unnið B-úrslit)
Íslandsmót Tölt               4.sæti
Landsmót Hellu ungmennafl.   11.sæti
1.sæti á Glað á Stjörnutölti, tölt KEA mótaröðinni, Stórmóti Hrings Fjórgangur ofl.