Íþróttamaður Hrings 2014

Published on Saturday, 22 November 2014 14:29

viðurk.2014Íþróttamaður Hrings 2014 er Anna Kristín Friðriksdóttir með 840,99 stig.

Knapi ársins 2014 var valinn Anna Kristín Friðriksdóttir

Hringsfélagi ársins var valinn Steinar Steingrímsson

Hringsfélagi 2014
Steinar Steingrímsson hefur setið í stjórn Hrings svo lengi sem menn muna (með smá hléum þó, en þá sat nú sennilega konan hans í stjórn) einnig þykir hann hafa staðið sig vel í gegnum árin í nefndarstörfum á vegum félagsins og er ávallt hægt að treysta á hann!


Knapi ársins 2014
Anna Kristín Friðriksdóttir hefur verið dugleg og sýnt framfarir á keppnisvellunum, einnig hefur hún sýnt mikinn dugnað og aga við þjálfun sína. Hún er keppnismaður mikill og hefur náð góðum árangri á árinu.

Íþróttamaður Hrings 2014
Anna Kristín Friðriksdóttir er kjörin íþróttamaður Hrings 2014. Anna Kristín hefur skarað fram úr á keppnisvellinum, árangur hennar er frábær hún hefur verið að ná góðum árangri á öllum mótum. Bak við slíkan árangur er mikil vinna sem krefst mikils aga og áhuga á íþróttinni. Henni hefur tekist að bæta sig jafnt og þétt og er eftirtektarvert að sjá árangur Önnu Kristínar og Glaðs en þau eru par sem komin eru í fremstu röð landsins.

Árangur Önnu Kristínar á keppnisárinu er m.a.:
Íslandsmót 4-gangur      3.sæti    (eftir að hafa unnið B-úrslit)
Íslandsmót Tölt               4.sæti
Landsmót Hellu ungmennafl.   11.sæti
1.sæti á Glað á Stjörnutölti, tölt KEA mótaröðinni, Stórmóti Hrings Fjórgangur ofl.