Reglur um val íþróttamanns Hrings

  • Reglugerð um kjör á íþróttamanni Hrings
  • 1.gr.
    Til að geta orðið Íþróttamaður Hrings þarf knapi að vera á 18 ári eða eldri og löglegur keppandi Hestamannafélagsins Hrings.
  • 2.gr.
    Að loknu hverju keppnistímbili auglýsir stjórn eftir því að knapar sendi inn árangur sinn vilji þeir koma til greina sem Íþróttamaður Hrings. Knapar sendi inn 10 bestu afrek sín á árinu, eða allan árangur ef færri en 10 keppnir. Það er á ábyrgð knapa að skila inn sínum árangri fyrir auglýstan tíma. Stjórn reiknar út stig fyrir árangur hvers knapa og notar til þess reikniformúlu sem er hér að neðan og verði aðgengileg á heimasíðu félagsins.
  • 3.gr.
    Til að árangur sé notaður til útreikninga þarf hann að vera í löglegri keppni.
  • 4.gr.
    Til að verða kjörinn Íþróttamaður Hrings þarf knapi að sýna íþróttamannslega hegðun innan vallar sem utan og á að vera öðrum hestamönnum góð fyrirmynd. Óíþróttamannsleg hegðun væri:
                      4.a. Fái knapi í þremur mismunandi keppnum gult spjald fyrir grófa reiðmennsku er hann ekki gjaldgengur sem íþróttamaður Hrings.
                      4.b. Hljóti einstaklingur 3 kærur sem geta flokkast sem óíþróttamannsleg hegðun er hann ekki gjaldgengur sem Íþróttamaður Hrings
                      4.c. Hljóti einstaklingur dóm fyrir ofbeldisverk eða annað sem flokkast sem óæskileg hegðun er hann ekki gjaldgengur sem Íþróttamaður Hrings
                      4.e. Stjórn Hrings athugar alla þá sem senda inn árangur og fer yfir hverjir uppfylla öll skilyrði sem þarf til að vera kjörinn Íþróttamaður Hrings.

    5.gr.
    3 stigahæstu knapar skulu kallaðir upp þar sem farið er yfir helstu afrek þeirra og þeim veitt viðurkenning fyrir góðan árangur á árinu.
    Að því loknu er stigahæsti knapinn tilkynntur sem Íþróttamaður Hrings.
  • stigagjöf 
  • Einkunn úr forkeppni er til útreiknings, sé knapi í úrslitum bætast þau stig við samkvæmt töflu.

    Skeiðknapar fá einkunn útfrá tíma, sé knapi í einu af fimm efstu sætum bætast við „úrslitar“ stig samkvæmt töflu, en knapar fá einungis stig fyrir sæti fyrir einn árangur á hverju móti í sömu grein. 
    Þ.e. einn hestur í grein eins og í hringvallargrein þar sem knapi er einungis með einn hest í úrslitum.

    Mikilvægt er að knapar haldi utan um alla þátttöku á mótum, ekki einungis úrslit þar sem einkunn úr forkeppni gefur stig til útreiknings.                        Sjá sýnishorn:

    4-gangur        eink.fork. 7,1             A-úrslit                       1. Sæti                        7,1+20 = 27,1 stig
    5-gangur        eink.fork. 6,8             nei                                                       =   6,8 stig
    5-gangur 2.fl  eink.fork. 5,2             A-úrslit                       1. Sæti                        5,2+10 = 15,2 stig
    100m skeið    9,7 sec                                                            1. Sæti                        3,8+20 = 23,8 stig
    100m skeið    7,4 sec                                                            3.sæti             7.8+16 = 23,8 stig
                Skeið útreikningur: ( 12- tími : 0,6 = einkunn 12-9,7=2,30 : 0,6 = 3,8) þó aldrei minna en 0 eða meira en 10.