Sunnudaginn 5 janúar var folaldasýning Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis haldin. Stemmingin var góð eins og á síðasta ári og margir áhorfendur mættu til að fylgjast með.
10 hestar og 11 hryssur tóku þátt og voru dæmd af Eyþóri Einarssyni og Vigni Sigurðssyni.
Hér koma 5 efstu folöldin í hvorum flokki:
Hestar
1. Nýherji frá Brekku
2. Hryggstekkur frá Brekku
3. Sólgeisli frá Sökku
4. Heljar frá Jarðbrú
5. Sólfaxi frá Dæli
Hryssur
1. Píla frá Grund
2. Brekka frá Brekku
3. Straumvaka frá Brekku
4. Tanja frá Jarðbrú
5. Fagurkinn frá Brekku
Við óskum ræktendum og eigendum til hamingju með árangurinn
