Fréttatilkynning frá stjórn Hmf Hrings

Logó
Logó

Fréttatilkynning frá stjórn Hestamannafélagsins Hrings. 

Í ljósi samkomubannsins vegna Covid 19 veirunnar er ljóst að eftirtöldum viðburðum hjá Hmf Hring er frestað um óákveðin tíma.

Aðalfundur Hrings:   Frestað um ókveðin tíma.

Laugardagskaffi í Hringsholti: Frestað um óákveðin tíma.

Æfingar / námskeið hjá börnum og unglingum:  Frestað allavega til 26 mars samkvæmt tillögum frá Íþróttahreyfingunni og Landlæknisembættinu.  Þegar æfingar hefjast aftur munum við senda út tilkynningu þess efnis. 

Reiðhöllin okkar er opinn hinsvegar skal á það minnt að nú gilda sérstakar reglur um lágmarksfjarlægð milli manna ( 2 metrar) og biðjum við alla hlutaðeigandi að virða þær.  

f.h. stjórnar Hmf. Hrings
Lilja Björk Reynisdóttir formaður