Uppskeruhátíð 2019

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings verður haldin á Norður laugardaginn 9. nóvember kl. 19:30.  Húsið opnar kl 18:30.
Þar mun félagið veita sínar árlegu viðurkenningar, borða og skemmta sér saman. Boðið verður uppá forrétt, aðalrétt og eftirrétt.
Verði er stillt í hóf þar sem félagið niðurgreiðir kostnaðinn sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á árinu og er miðaverð krónur 3.000 fyrir félagsmenn og krónur 6.000  fyrir utanfélagsmenn.
Við pöntunum tekur Bergþóra Sigtryggsdóttir í síma 895-7906 eða á netfanginu brekka80@simnet.is og skrá þarf fyrir kl 20 miðvikudaginn 6.nóvember.

Ath. það verður ekki posi á staðnum.