60 ára afmæli Hrings

Kæru félagar

Nú styttist hratt í 60 ára afmæli félagsins okkar sem er 16. júní. Þennan dag kl: 17:30 verður farin hópreið frá Hringsholti niðrá Dalvík og farinn verður smá hringur þar og síðan aftur fram í Holt. Vonandi geta sem flestir félagsmenn tekið þátt og Dalvíkingar þannig fylgst með fallegri hópreið félagsmanna. Mælst er til þess að þeir félagsmenn sem eiga félagsbúning skarti honum í hópreiðinni. Þórir er skipuleggjandi þessa viðburðar og til að auðvelda allt utan um hald eru knapar beðnir að hafa samband við hann í gsm 699-2099 til að láta vita af þátttöku. 

Að kvöldi 16. júní kl: 20:00 verður síðan afmælisfagnaður í Bergi og eru allir félagsmenn og velunnarar þess velkomnir að fagna afmælinu saman. 

Laugardaginn 25. júní veður fjölskylduskemmtun á Tungunum (gamla keppnisvellinum) og grill á eftir. Dagskrá verður auglýst betur þegar nær dregur

Stjórnin