Hólf við Hringsholt

sprunginn brynningardallur
sprunginn brynningardallur

Nú um helgina munum við loka fyrir vatn í hólfin við Hringsholt og viljum við benda fólki á að það eru ekki öll hólf í Hringsholti með sjálfrennandi vatni og þau hólf verða því vatnslaus.

Þetta er gert vegna næturfrosta undanfarið og kólnandi veðurspár og því er hætta á að brynningarbollar frostspringi en það hefur nú þegar gerst í einu hólfinu.

Bendum ykkur á að búið er að opna hólfið út í Sauðanesi.

með bestu kveðju,
                 Hagaráð.