Ferð í Stekkjarhús

Stekkjarhús 2018
Stekkjarhús 2018

Jónsmessu Stekkjarhúsferð !!!!

Fyrirhuguð er Æskulýðsferð Hrings í Stekkjarhús helgina 21-23. júní næstkomandi. Farið verður síðdegis föstudaginn 21. júní frá Hringsholti ríðandi inn dalinn að Tungurétt, þar verða hrossin skilin eftir. För verður haldið áfram eftir hádegi laugardaginn 22. og riðið fram í Stekkjarhús og gist þar eina nótt. Sunnudaginn 23. júní verður riðið heim í Hringsholt um hádegisbil í rólegheitunum. Grillað verður á laugardagskvöldið og skaffar æskulýðsnefnd góðmeti á grillið. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir skrái sig og láti vita hversu margir ætla að borða og gista með okkur til að allir fari mettir að sofa. Skráning er til 19.júní í athugasemdum hér að neðan en einnig í síma 8637543 Þóra, eða í síma 8971865 Ása.
Allir sem gista þurfa að taka með sér sængur og kodda og allt sem næturgistingu fylgir, eitthvað snakk og gos má taka með sér en allt er gott í hófi 
stekkjarhus2018Nánari tilhögun með tímasetningar og fleira koma þegar nær dregur.
Endilega drífið í að skrá ykkur til að auðvelda skipulagningu.

Kveðja Æskulýðsnefnd.