Frumtamningarnámskeið

Fyrirhugað er að halda frumtamningarnámskeið með Ingu Maríu St. Jónínudóttur í nóvember ef næg þáttaka næst.

Inga María hefur verið með svona námskeið á Sauðarkróki, Mosfellsbæ og Akureyri og hafa þau mælst mjög vel fyrir hjá þeim sem þar hafa sótt.

Inga María kenndi frumtamningar á Hólum ásamt því td. að vinna við frumtamningar m.a. á Feti og fleiri stöðum.

Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 7.október kl 20:00

Hver tími er um 40 mín. og kennslan átta skipti, einn bóklegur tími er í byrjun námskeiðs.  Námskeiðsgjald er 55.000 Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að hafa samband við Bjarghildi annaðhvort á messenger eða með tölvupósti  bis@simnet.is