Fyrirlestur í Hringsholti

Fimmtudaginn 17. júní kl 10:00 verður boðið uppá fyrirlestur með Elisabeth Jansen gæðinga- og íþrótta-dómara þar sem hún mun kynna og fara yfir áherslur í gæðingakeppni og jafnvel fara inná íþróttakeppni líka ef áhugi er fyrir því.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á keppni að mæta og rifja upp/kynna sér.  Upplagt fyrir áhugasama framtíðarkeppendur að koma, frá ca. 8 ára aldri til 99 ára. Gott fyrir foreldra að koma með börnum sínum svo það gæti ekki misskilnings.

Enginn aðgangseyrir.

Æskulýðsnefnd og Fræðslu- og ferðanefnd