Fyrirlestur um hestaferðir á Íslandi 25.mars

Hestamannafélagið Hringur verður 60 ára á árinu og ætlar að bjóða uppá nokkrar uppákomur af því tilefni, fyrst verður það fyrirlestur sem haldinn verður föstudaginn 25.mars kl. 20:00 í Hringsholti.

Fyrirlesturinn er um hestaferðir á Íslandi og þol hestsins og er það Hermann Árnason á Hvolsvelli sem mun segja okkur frá ferðum sínum þvers og kruss um landið.

Fræðslu og ferðanefnd