Gæðingamót Hrings

Vegna galla í sportfeng hafa einhverjir átt í vandræðum með að skrá á mótið okkar um helgina. Gallinn er að þegar valið er Hringur í flipanum fyrir mótshaldara þá breytir kerfið nafninu sjálfkrafa í Hrímnir.
Lausnin er að láta það vera þannig og ganga frá skráningunni.
Í flipanum "Veldu atburð" kemur upp Gæðingamót Hrings og því skiptir ekki máli að það standi Hrímnir í efsta glugganum.
Mótanefnd Hrings.