Haustfundur

Haust fundur Hrings var haldinn í gær og var þar nefndarskipan fyrir næsta starfsár samþykkt,  nefndir eru nú aðgengilegar á heimasíðunni undir "um félagið".

Einnig var samþykkt tillaga um endurskoðun á reglum um val á íþróttamanni Hrings og knapa Hrings.  Það var samþykkt og mun nefndin stefna að því að ljúka störfum áður en næsta keppnistímabil hefst en í síðasta lagi fyrir næsta aðalfund.

Aðrar umræður voru helstar um reiðvegi, reiðhöll, lýsingu við reiðvegi og æskulýðsstarf.

Takk fyrir góða stund og góðar umræður.

stjórnin