Haustfundur

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

Kynning á stöðu reiðhallarmála

Nefndaskipan

Afmælisár Hrings, umræður

Kynning á umgengisreglum í sameign

Önnur mál

Hringsfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér hvað er að gerast varðandi nýja reiðhöll. Einnig er tækifæri til að vinna að undirbúning fyrir afmælishátíð félagsins á næsta ári og hafa skoðun á því hvað gert verður til að halda upp á 60 ára afmæli Hrings. Veitingar verða í boði á fundinum.

Það er gaman að geta komið aftur saman, nýtum okkur það tækifæri og fjölmennum á félagsfund og sköpun málefnalegar og líflegar umræður.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Stjórnin