Haustuppákomur

Kæru félagar

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur stjórn Hrings ákveðið að fresta haustuppákomum félagsins, þar með talið haustfundinum og uppskeruhátíðinni. Nefndir munu verða skipaðar og kynntar í tölvupósti til félagsmanna í nóvember. Viljum við hvetja ykkur félagsmenn til að senda okkur línu á póstfangið hringurdalvik@hringurdalvik.net ef þið hafið óskir um að starfa í einhverri ákveðinni nefnd. Kjöri íþróttamanns Hrings verður lýst í nóvember og fer sú athöfn fram í streymi. Nánar um tímasetningu kemur þegar nær dregur.

Stjórn Hrings