Hreinsunardagur í Hringsholti

Ágætu félagar

Hinn árlegi hreinsunardagur í Holti 2025 verður mánudaginn 18. ágúst kl 16:30. Hestamenn og hesthúseigendur eru hvattir til að hreinsa í kringum sín hesthús. Auk þess er ætlunin að þrífa aðalinnganginn, dómhúsið og reiðhöllina. Ýmis verk þarf að vinna við keppnisvöllin. Það þarf að mála Perluna og hreinsa til á kerrustæðinu fyrir ofan völlinn og koma betra skipulagi þar á. Og eflaust má finna til einhver fleiri verk. 

Boðið verður upp á grill eftir hreinsunarvinnuna

Vonandi sjá flestir sér fær að mæta og hjálpa til.

Stjórnirnar