Íþróttamaður Hrings 2020

Í dag fór fram athöfn í Hringsholti sem streymt var á Facebook síðu félagsins þar sem kjör á Íþróttamanni Hrings var tilkynnt. Svavar Örn Hreiðarsson hlaut flest stig í kjörinu eða 243,62 og var Anna Kristín Friðriksdóttir annar stigahæsti knapinn með 200,97 stig. Þetta var í fyrsta sinn sem Íþróttamaður Hrings er valinn samkvæmt nýjum reglum félagsins sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi í maí á þessu ári og eru hér á síðunni undir hlekknum um félagið. Félagið færir þessum frábæru knöpum bestu hamingjuóskir með keppnisárangur á árinu um leið og við þökkum fyrir frábært framlag þeirra til hestamannafélagsins Hrings og hestamennsku almennt með óskum um að þau haldi áfram auka hróður félagsins með góðum árangri sínum á keppnisvellinum.

Við sama tækifæri var val á Hringsfélögum 2020 kunngjört og voru það Rúnar Júlíus Gunnarsson og Hólmfríður Stefánsdóttir ásamt þeim feðgum Sveinbirni Hjörleifssyni og Hjörleifi Sveinbjörnssyni fyrir ómetanlega aðstoð við hestamenn óveðursveturinn 2019-2020. Það er ómetanlegt fyrir félagskap eins og hestamannafélagið Hring að hafa innan sinna raða öflugt fólk sem er tilbúið að veita aðstoð þegar á þarf að halda og okkar félagskapur hefur á að skipa öflugu fólki sem alltaf er tilbúið að leggja sitt framlag fyrir félagið og félagana í Hring. Takk fyrir ykkar framlag.