Íþróttamaður Hrings og haustfundur !!!

Þeir knapar, 18 ára og eldri, sem vilja vera með í kjöri til íþróttamanns Hrings eru hvattir til að senda inn upplýsingar um keppnisárangur sinn á árinu. Hægt er að senda á póstfangið skogarholar22@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 26. október.

Minnum einnig á haustfund félagsins sem haldinn verður í félagsaðstöðunni í Hringsholti þriðjudaginn 26. október kl 18:30 en þar verður m.a. kynnt staða mála varðandi nýja reiðhöll

Stjórnin