íþróttamaður UMSE 2017

Published on Friday, 19 January 2018 07:20

Í gær hélt UMSE samkomu í Hótel Natur á Þórisstöðum þar sem m.a. var lýst kjöri íþróttamanns UMSE.

Það er gaman að segja frá því að Svavar Örn Hreiðarsson hlaut titilinn íþróttamaður UMSE og hefur hann einnig hlotið titlana Íþróttamaður Hrings og Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og vill stjórn Hmf. Hrings óska honum til hamingju með þann árangur sem hann hefur náð.

 

Við þetta sama tækifæri hlaut Hmf Hringur Bústólpa/UMSE styrkinn þetta árið fyrir fjölbreytt og ötult æskulýðsstarf undanfarin misseri.  Vill stjórn þakka UMSE fyrir þessa viðurkenningu sem felst í þessum styrk og óskum Æskulýðsnefndinni til hamingju með þennan styrk og þökkum fyrir frábært starf sem þau hafa unnið.