Messa í Vallakirkju

Hestamessa verður í Vallakirkju, sunnudaginn 7.júlí kl. 20:00.

Efnt verður til hópreiðar frá Hringsholti og vonandi koma flestir sem tök hafa á að koma ríðandi til kirkju. 
Aðhald verður fyrir hrossin á Völlum.

Þeir sem ekki treysta sér til að koma á hestum geta að sjálfsögðu komið á sínum stálfákum.

Fjölmennum og njótum þess að eiga góða stund saman.

 

                                                               Sóknarprestur