Myndasýning

Ágætu félagar, þar sem Hestamannafélagið Hringur verður 60 ára núna í júní langar okkur að safna myndum úr félagsstarfinu og útbúa myndasýningu. Því leitum við til ykkar um að senda inn myndir á rafrænu formi ef hægt er eða koma myndum til okkar (þeim verður skilað aftur) sem við getum notað í myndasýningu sem ætlunin er að setja upp. Myndum er hægt að skila til Lilju á netfangið skogarholar22@gmail.com eða koma þeim til hennar.

Afmælisnefndin