Námskeið/fyrirlestur með Páli Imsland

Námskeið með Páli Imsland laugardaginn 10. febrúar kl 11:00 í Hringsholti.
Námskeiðið er byggt upp á myndasýningu og textaglærum sem setja litamálefnin í samhengi
og útskýra litakerfi. Sneitt er hjá erfðaformúlum og flóknum líffræðilegum fyrirbærum en rýnt
betur í litgreininguna sjálfa.
Námskeiðið ætti því að skilja eftir heildstæða mynd af lita málum, skilningi á samhengi litanna, litamynstranna og innbyrðis samspili þeirra.

Efnið verður sett upp í þrjár lotur með pásum á milli, veitingar verða í pásum.
Áætlað er að námskeiði ljúki á milli kl 15 og 16.
Verð er 2.500,- krónur.  Best væri ef fólk myndi skrá sig fyrir 8.febrúar, svo við vitum ca fjölda þeirra sem koma, til að auðvelda okkur undirbúning.

             Skráning fer fram hjá Lilju Björk á netf. vhagg@simnet.is eða í síma 848 4728.

 

Fræðslunefnd Hmf. Hrings