Opnun hólfa í Hringsholti

Þá er búið að fara yfir girðingar og vatn í hólfum við Hringsholt og var tekin sú ákvörðun að opna þau í dag Sunnudaginn 30. júní.
Áður en hrossum er sleppt í hagana við Hringsholt hafið þá samband við Villa s: 897 1581 og fáið staðfest hvaða hólf þið hafið fengið úthlútað. 
Athugið að ganga þarf frá greiðslum áður en hrossum er sleppt í hólfin.

Ef umsókn hefur ekki verið gerð þá liggja umsóknareiðublöð á borði í andyri Hringsholts.

Við viljum biðja ykkur um að passa beitarálag á hólfum vel þar sem þau bera merki veðurfars, bæði kals og sprettutregðu.

Hagaráð.