Reiðkennsla hefst aftur um komandi helgi 9-10 maí.

Reiðkennsla hefst aftur um næstkomandi helgi 9.- 10.maí.
Hóparnir halda sér eins og áður og mætir Krílahópur kl.09:30 til 10:00.
Þar sem Begga er komin í sauðburðarfrí þá mun Tína sjá um alla kennsluna núna í maí. Það verður bara að koma í ljós hvort við getum boðið upp á útireiðtúra í maí, ætlum bara að byrja á að halda okkur inni og sjá svo til.
Stefnt er á að hafa allavegana eina kennsluhelgi til viðbótar í maí og mögulega líka í júní, auglýsum það frekar eftir helgi.
Megið endilega láta vita ef barnið ykkar kemur ekki. Gott er að senda Tínu sms í síma 867 5759