Reiðnámskeið 24-25 febrúar

Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið í Hringsholti helgina 24-25 febrúar kennari er Inga María S. Jónínudóttir.

Inga María er menntaður reiðkennari frá Hólum og er í fullu starfi sem sjálfstætt starfandi reiðkennari í dag.  Hún kennir knöpum með hesta á öllum stigum þjálfunar, hvort sem knapi stefnir í keppni eða stunda almenna reiðmennsku. Hún leggur áherslu á að hafa þetta skemmtilegt og árangursríkt og eins lítið flækjustig og hægt er fyrir knapa og hesta.  Tímarnir eru 40-45. mínútur í senn. Á laugardegi verður hún með fyrirlestur fyrir alla sem verða á námskeiðinu.

Verð er krónur 24.000,-  fyrir félagsmenn, námskeiðið er tveir tímar einn á laugardegi og annar á sunnudegi, svo gæti orðið möguleiki á aukatímum ef einhverjir vilja.
skráning fer fram á sportabler.com       skráningarfrestur er til og með 18 febrúar. 
ATH að flest stéttarfélög veita styrki út á reiðnámskeið, Lilja Björk getur útbúið kvittanir fyrir þá sem vilja.