REIÐNÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR HRINGS 2020

REIÐNÁMSKEIÐ ÆSKULÝÐSNEFNDAR HRINGS 2020
Um kennsluna sjá Tina Niewert og Bergþóra Sigtryggsdóttir og þeim til aðstoðar verður Eydís Hilmarsdóttir.

Markmið reiðnámskeiða Æskulýðsnefndar:
Aukið jafnvægi knapa
Betri stjórn knapa á hesti sínum
Betri samskipti knapa við hest sinn

Kennsla hefst sunnudaginn 12. janúar nk.
Reiðkennslan byrjar eins og hefð er fyrir á að pússa hnakkana okkar og reiðtygi. Sunnudaginn 25. janúar hefst hefðbundin kennsla eftir stundarskrá.

Áætlaðar kennsluhelgar*

12. janúar – hnakkapússun og vídeó
25. og 26. janúar – hefðbundin kennsla hefst

8. og 9. febrúar
22. og 23. febrúar

7. og 8. mars
21. og 22. mars

16. og 17. mars

30. og 31. Mars

4. apríl - æfing
Skírdagur, 9. apríl – Páskamót

27. – 30. apríl verða aukaæfingar fyrir Æskuna og hestinn

1./2. maí – Æskan og hesturinn? (það er ekki búið að gefa út dagsetningu)

Í maí mánuði munum við bjóða upp á útreiðar. Nánari skipulagning fer eftir veðri og aðstæðum.

4. júní lokahóf. Þetta er sami dagur og skólaslitin eru í Dalvíkurskóla.

 

Yngstu knaparnir – Krílahópur
Sú breyting verðu í ár að við bjóðum börnum sem fædd eru eftir árið 2016 upp á styttri útgáfu af námskeiðinu. Boðið verður upp á tvær helgar fyrir Páskamótið okkar, 7. og 8. mars, 21. og 22. mars.
Áherslur eru á leik og skemmtilegar jafnvægisæfingar, að fá að kemba og klappa og að eiga skemmtilega samveru með hestunum. Umfram allt, gleði og ánægja.

Pollahópur
Eins og áður teymum við undir yngstu knöpunum. Tvö og tvö börn eru saman í hópi og ekki þarf að koma með eigin hest. Áhersla er lögð á leik og skemmtilegar jafnvægisæfingar, kemba, leggja á og teyma.

Lausagangur
Lausagangur er fyrir þá sem eru að vaxa upp úr Pollaflokki. Hver er á sínum hesti, áhersla er lögð á að læra um eðli hestsins, umhyrðu, stjórn, jafnvægi og samskipti. Farið í skemmtilega leiki til að þjálfa færni, sætisæfingar, ríða berbakt, þrautabraut o.s.frv. Öryggi og gleði eru höfð að leiðarljósi.

Hópar fyrir þá sem hafa stjórn á hesti sínum:
Líkt og undanfarin ár bjóðum við upp á mismunandi hópa. Hægt er að velja tvo hópa og æfa sitt hvorn daginn í hvorum hópnum fyrir sig.

Þjálfun reiðhestsins
Gangþjálfun, mýkt, slökun, hreinar gangtegundir  
Áseta knapa
Stjórn og jafnvægi
Samspil ábendinga
Teyma hestinn og teyma á hesti
Skipulag þjálfunar
Reiðleiðir
Stjórn hraða
Mikilvægi þess að sveigja hestinn

Þjálfun keppnishestsins
Uppbygging þjálfunnar
Mýkt og jafnvægi á öllum gangt
Hjálpartæki (t.d. taumar, hlífar o.þ.h.)
Auknar kröfur um ásetu, stjórn, jafnvægi, ábendingar og samspil
Gangtegundir
Keppnisprógram
Í þessum hópi er þess krafist að knapinn æfi sig og hestinn á milli reiðtíma.

Bogfimi
Öryggi
Stjórn og stefna
Jafnvægi
Venja hestinn við bogann
Skotæfingar á baki

Sætisæfingar
Tveir eru í hverjum hópi. Hvor um sig er 15mín á baki þar sem hesturinn er hringteymdur og knapi gerir jafvægisæfingar. 
Á meðan annar er í hnakknum, aðstoðar hinn með æfinguna. 
Mjög gott fyrir þá sem eru óöryggir, en langar á bak. Einnig þá sem vilja bæta ásetu sína verulega.

Hindrunastökk
Hálflétt- og létt áseta
Brokkspyrnuæfingar
Stökkæfingar
Markmiðið er að stökkva yfir einfalda hindrum í lok vetrar.

Þrautabraut
Upp á kassa
Plasthengi
Plast á golfi
Draga hluti og fleira
Riðið aftur á bak
Krossgangur yfir stöng

Útreiðahópur
Farið í reiðtúra þegar veður og aðstæður leyfa.
Stjórn og stefna
Jafnvægi og öryggi

Hvernig hagar hesturinn sér á víðavangi og í hópi annarra hesta og knapa?
Hvernig sér hesturinn heiminn?
Læra um umhverfið

Hugmyndir að hópum þar sem ekki er krafist þess að knapi sé á baki. Gott fyrir þá sem eru óöryggir, en fullir áhuga samt sem áður.

  1. Umhyrða:
    Farið er í hesthús og unnið þar að mokstri og öðrum tilfallandi verkefnum sem tengjast hestunum.
    Bókleg fræðsla um þarfir hestsins, fóður, heilsu o.fl.
    Fyrir alla þá sem þykir vænt um hesta og vilja anda að sér ilmi þeirra.
  2. Að mála beinagrind hestsins á hross. Um væri að ræða tvö skipti , e.t.v. fyrir páskamót.

         
Ef fólk hefur óskir um aðra hópa, látið okkur endilega vita. Einnig ef fólk óskar eftir einni tímasetningu frekar er annarri, börnunum langar að vera með einhverjum í hópi o.s.frv. Við munum reyna eftir bestu getu að púsla öllu saman og mæta þörfum fólks.

 

Skráning og verð       Skráning er í fullum gangi!
Tína: sindrileo@simnet.is / sími 487-8009
Dagbjört: dagbjortas@gmail.com

Verð á námskeiðin er kr. 12.000,- á barn. Þetta er sama verð og undanfarin ár, en stjórn Hrings leggur áherslu á að halda kostnaði foreldra í lágmarki. Verð fyrir Krílahóp er kr. 6.000,-

Hægt er að skrá sig í sitt hvorn hópinn og mæta í einn á laugardegi og hinn á sunnudegi. Einnig er hægt að taka hálft námskeið og mæta annan daginn af tveimur.

Námskeiðin eru greidd í gegnum Æskurækt Dalvíkurbyggðar.
Mjög mikilvægt er að ganga frá greiðslu fyrir 15. janúar ef fólk vill nýta Æskuræktar-afsláttinn að fullu.

Við látum ykkur vita strax og búið er að setja námskeiðin upp Æskuræktinni.

 

 *Athugið að þetta eru áætlaðar kennsluhelgar.