Sláttur við reiðvegi

Ný sleginn reiðvegur í Svarfaðardal
Ný sleginn reiðvegur í Svarfaðardal

Í sumar var slegið með reiðvegum Hrings allan hringinn í Svarfaðardal ásamt leiðinni á bökkunum frá Holti að Grund.
Nú hefur verið sleginn seinnisláttur á leiðinni frá Hrafnsstöðum að Bakka.
Það verður gaman að fylgjast með í vetur hversu mikil áhrif þetta hefur sérstaklega í skafrenningi. Einnig hvort að reiðvegurinn komi til með að ræsa sig betur næsta vor en hann hefur verið að gera.  Alla vega virðist sem ríðandi mönnum líki betur að fara um reiðvegina í sumar og hafa á orði að þetta sé eins og að ríða um breiðstræti.