Sumarbeit

Opnun á bakkana eftir hádegi í dag 14.6.2024
Þar sem beit er ekki orðin nægjanleg í Dalvíkurhólfi
hefur verið ákveðið að leyfa að sleppa hrossum á bakkana í Ytra-Holti fyrst um sinn.
Hægt er að sleppa um hlið neðan við ganginn, sunnan við Hringsholt, einnig neðan við gömlu réttina. Þetta verður tilbúið eftir hádegið í dag föstudag.
Er þetta hugsað sem skammtíma úrlausn, þar til beit er komin í Dalvíkurhólf. En þá verða hrossin færð þangað.
ATH þetta lokar reiðleiðinni um bakkana að hluta.
Athugið að ganga þarf frá umsókn og greiðslu áður en hrossum er sleppt í hólfið.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í aðalinngangi Hringsholts.
Ekki má sleppa hrossum á skaflaskeifum á bakkana, né í Dalvíkurhólfið.
Opnun Dalvíkurhólfs og beitarhólfa í landi Ytra-Holts verður auglýst síðar.
Hagaráð