Val á íþróttamanni Hrings

Stjórn Hrings hvetur alla knapa félagsins, sem keppt hafa á árinu, til að skila inn upplýsingum um árangur sinn á keppnisvellinum. Kjör íþróttamanns Hrings fer eftir útreikningum sem eru hér á síðunni undir hlekknum um félagið. Síðasti skiladagur er 26. október. Íþróttamaður Hrings verður krýndur á uppskeruhátíð félagsins 6. nóvember 2021. Íþróttamaður Hrings er í kjöri til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. 

Stjórnin