Vetrarmót Hrings 2023, frestað vegna veðurspár

Vetrarmót Hrings 2023 verður haldið sunnudaginn 26. febrúar kl. 12:00
Við biðjum keppendur um að skrá fyrir kl. 20:00 föstudaginn 24. febrúar
Þeir sem skrá sig fá tölvupóst sendann á föstudagskvöldið með staðsetningu mótsins.
ATH keppendur eru beðnir um að bíða með að greiða skráningsgjald þar til endanleg staðsetning mótsins er komin á hreint.
Við biðjum knapa einnig um að fylgjast með á facebook síðu okkar þar sem veðurguðirnir eru með óheillandi spá framundan.
Keppt verður í 100m skeiði og Tölti opnum flokki.
Skráning fer fram á hringurmotanefnd@gmail.com og er 2.500.- kr skráningin.
Mótanefnd Hrings.