Vinna við þakið á reiðhöllinni

Ágætu félagar

Haldinn var opinn fundur í Holti í dag til að ræða framkvæmdir á þakvinnuni. Ákveðið var að hefjast handa á föstudaginn og er mæting kl 16. Þá ætlum við að byrja að rífa þakið að hluta og leggja nýtt á. Allir sem eitthvað geta hjálpað til eru hvattir til að mæta, það eru verkefni fyrir alla. Þetta verður ekki klárað þessa helgina því þurfa þeir sem ekki komast í fyrstu lotu ekkert að örvænta, ykkar framlag verður vel þegið síðar. Við lofum góðum veitingum og enn betri félagskap.

Stjórnin