Vormót æskulýðsnefndar Hrings

 

 Vormót Æskulýðsnefndar Hrings 

Verður haldið Sunnudaginn 16. Maí

Mótið er opið öllum Hringsfélögum og öll börn á æskulýðsnámskeiði eru Hringsfélagar

 

Boðið verður uppá eftirfarandi greinar:

  • Pollaplokkur, 0 - 9 ára (börn fædd 2012 og síðar)
  • Þrígangur fyrir barnaflokk, 10 – 13 ára, þar er sýnt tölt eða brokk og fet og síðan aftur tölt eða brokk.
  • Fjórgangur unglinga 14 – 17 ára
  • Fjórgangur ungmenna 18 – 21 árs
  • Tölt T3 unglinga, 14 – 17 ára
  • Tölt T3 ungmenna 18 – 21 árs

Pollaflokkur verður fyrir hádegi og inni í reiðskemmu, hinir flokkarnir verða eftir hádegi á útivelli nema veður gefi tilefni til annars.  

Það verða einungis 1 -2 dómarar. 

Mótið er gjaldfrjálst. 

Gæta þarf að sóttvörnum, sérstaklega innivið.  

Nánari dagskrá síðar. 

Skráning á að berast á aeskulydsnefndhrings@gmail.com fyrir kl. 15 föstudaginn 14. maí